Milljarðamæringar taka höndum saman

Bill Gates.
Bill Gates. AFP

Milljarðamæringarnir Bill Gates, Mark Zuckerberg, Jeff Bezos og Richard Branson eru meðal nokkurra fjárfesta á bak við nýjan sjóð er kallast Breakthrough Energy Coalition og á að vinna að rannsóknum á endurnýjanlegum orkugjöfum.

Á bak við sjóðinn standa nokkur félög í opinberri- og einkaeigu, ríkissjóðir tuttugu landa, þ.á.m. Bandaríkjanna, Kína, Indlands og Brasilíu auk fjölmargra milljarðamæringa. Gates mun kynna sjóðinn nánar ásamt Barack Obama, Bandaríkjaforseta og Franco­is Hollande, Frakklandsforseta á loftlagsráðstefnunni í París.

Ríkisstjórnir fyrrnefndra landa hafa m.a. heitið því að tvöfalda fjármagnið sem þegar er lagt í loftlagsrannsóknir.

Í tilkynningu frá Gates segir að miklar framfarir hafi náðst í þróun á endurnýjanlegum orkugjöfum á borð við vind- og sólarorku en miðað við umfang vandans þurfi að leita í fleiri áttir og finna fleiri lausnir. Gates segir að einkafyrirtæki muni vinna að þróun tækninnar en hins vegar verði vinnan byggja á ríkisstyrktum rannsóknum. 

Stærð sjóðsins hefur ekki verið fastmótuð en ljóst er að milljarðar munu renna í brýn verkefni tengd vandamálinu. 

Sjóðurinn mun einblína á fimm atriði; raforku, samgöngur, iðnað, landbúnað og aukna skilvirkni orkukerfa. 

Markmiðið er að tak­marka hlýn­un jarðar við tvær gráður.

Frétt Financial Times.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK