300 stjórnendur skora á Alþingi

Áskorun sem birt var í fjömiðlum í dag.
Áskorun sem birt var í fjömiðlum í dag.

Heilsíðuauglýsing frá þrjú hundruð stjórnendum íslenskra fyrirtækja var birt í fjölmiðlum í dag. Þar er skorað á Alþingi að lækka tryggingargjaldið. Meðal þeirra sem skrifa undir eru t.d. Ari Edwald, forstjóri MS, Þorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja og Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto.

Í auglýsingunni segir að tryggingagjaldið komi harðast niður á litlum og meðalstórum fyrirtækjum þar sem flest ný störf verða til. „Fyrirtæki sem er með tíu starfsmenn í vinnu greiðir í raun laun þess ellefta en hann fær ekki að koma í vinnuna,“ segir þar. „Hátt tryggingagjald minnkar getu fyrirtækja til að hækka laun eða ráða fleiri í vinnu og takmarkar svigrúm fyrirtækja til að stunda rannsóknir, þróun og nýsköpun.“

Samtök atvinnulífsins hafa ítrekað bent á þetta en þau eru eitt þeirra sjö samtaka sem kostuðu birtingu áskorunarinnar ásamt Samtökum ferðaþjónustunnar, Samtökum fyrirætkja í sjávarútvegi, Samtökum fjármálafyrirtækja, Samtökum iðnaðarins og Samtökum verslunar og þjónustu.

Frétt mbl.is: Fjármagna horfið atvinnuleysi

Á staðgreiðslu­ár­inu 2015 er trygg­inga­gjalds­hlut­fallið sam­tals 7,49 prósent. Þar af er trygg­inga­gjaldið sjálft 6,04 prósent, at­vinnu­trygg­inga­gjald 1,35 prósent, og síðan bæt­ast við gjald í ábyrgðasjóð launa, þ.e. 0,05 prósent og markaðsgjald, sem er 0,05 prósent.

At­vinnu­leysi hef­ur verið um þrjú pró­sent síðustu tólf mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK