Fengu ekkert fyrir peningana á Black Friday

Þetta blasti við á heimasíðu Cards against humanity og fjölmargir …
Þetta blasti við á heimasíðu Cards against humanity og fjölmargir létu vaða.

Í útsöluvertíð láta sumir eyðsluviljann leiða sig í ógöngur. Það á að minnsta kosti við um tólf þúsund manns sem borguðu fimm dollara, eða um 660 krónur, á heimasíðu Cards Against Humanity og fengu ekkert í staðinn á Black Friday útsölunni.

Heildargróðinn af þessu nam 71.145 dollurum, eða 9,5 milljónum króna. Fyrir þá sem ekki vita er Cards Against Humanity borðspil með kolsvaran húmor.

Netverslun fyrirtækisins var lögð niður á föstudaginn og í staðinn var hægt að skrá sig og gefa þeim fimm dollara. Þar stóð skýrum stöfum að viðkomandi myndi ekkert fá í staðinn og virðist sem fjölmargir hafi annað hvort flýtt sér of mikið eða einfaldlega verið tilbúnir til þess að gefa þeim pening.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fyrirtækið hrekkir kaupóða á útsölum en á Black Friday á síðasta ári keyptu um þrjátíu þúsund manns nautaskít í kassa

Til þess að bæta upp fyrir að hirða fé af viðskiptavinum með þessum hætti hefur fyrirtækið gefið um fjórar milljónir dollara, eða um 530 milljónir króna, til góðgerðarmála.

Ágóðinn af sölunni á föstudaginn rennur þó ekki til góðgerðarmála heldur beint í vasa starfsmanna. Starfsmenn hafa þó verið að birta skjáskot af greiðslu þeirra til góðgerðarmála í staðinn.

Frétt Huffington Post.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK