Koma köldu kranavatni í Leifsstöð

Til framtíðar verður horft til drykkjarbrunna en til bráðabirgða á …
Til framtíðar verður horft til drykkjarbrunna en til bráðabirgða á að skipta út nokkrum blöndunartækjum. Ljósmynd/Sigurgeir Sigurðsson

Eftir nokkra daga geta farþegar í flugstöð Leifs Eiríkssonar fyllt á vatnsflöskur sínar þar sem komið verður upp blöndunartækjum með heitu og köldu vatni á salernum síðar í mánuðinum.

Líkt og mbl fjallaði um á dögunum hafa hvorki vatnsbrunnar né kranar með köldu vatni verið í flugstöðinni í nokkur ár eftir að snertilausum blöndunartækjum var komið fyrir á salernum.

Farþegar hafa því annað hvort þurft að leita á veit­ingastaði eða kaupa vatns­flösk­ur

Frétt mbl.is: Kalt kranavatn ekki í boði

Fréttin vakti töluverð viðbrögð og að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Isavia, var gott að fá þessar ábendingar og er gaman að geta brugðist hratt við þeim. 

Til framtíðar verður horft til vatnsbrunna og þá sérstaklega í þeirri miklu uppbyggingu sem fyrirhuguð er næstu árin á flugvellinum.

Það er hins vegar flóknari framkvæmd sem tekur lengri tíma í uppsetningu. Að skipta út blöndunartækjum á nokkrum vöskum var því talin einfaldari leið til þess að verða við óskum farþega.

Farþegar munu geta nálgast kalt kranavatn í flugstöðinni á næstunni.
Farþegar munu geta nálgast kalt kranavatn í flugstöðinni á næstunni. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK