Mestur afgangur af samgöngum

Ferðaþjónusta var stærsti þjónustuliðurinn.
Ferðaþjónusta var stærsti þjónustuliðurinn. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Þjónustujöfnuður við útlönd var jákvæður um 90,4 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi og er það hækkun frá fyrra ári þegar hann var jákvæður um 77,8 milljarða króna. 

Samkvæmt bráðabirgðatölum var heildarútflutningur á þjónustu 189,9 milljarðar króna en innflutningur á þjónustu 99,5 milljarðar.

Hagstofan greinir frá þessu.

Ferðaþjónusta var stærsti þjónustuliðurinn í bæði inn- og útflutningi og var afgangur af henni 49,5 milljarðar. Útflutningur hennar nam 86,4 milljörðum og innflutningur 36,9 milljörðum. Afgangur vegna ferðaþjónustu var 36,6 milljarðar á sama ársfjórðungi árið 2014 á gengi hvors árs.

Mestur afgangur var hinsvegar af samgöngu- og flutningaþjónustu eða 55,5 milljarðar. Útflutningur þeirra nam 73,1 milljarði og innflutningur 17,6 milljörðum.

Önnur innflutt viðskiptaþjónusta nam 26,5 milljörðum og útflutningur 7,8 milljörðum á þriðja ársfjórðungi. Halli var því mestur af þeirri þjónustu eða 18,7 milljarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK