Tekur júanið í gjaldeyrisforðann

AFP

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ákvað í gær að frá og með næsta ári verði hluti gjaldeyrisvaraforða sjóðsins í kínverska gjaldmiðilinum júan ásamt bandarískum döllurum, evrum, japönskum jenum og breskum pundum. 

Haft er eftir Christine Lagarde, forstjóra AGS, í frétt AFP að ákvörðunin sé „mikilvægur áfangi á vegferð kínverska hagkerfisins inn í alþjóðlega fjármálakerfið. Þetta er einnig viðurkenning á þeim árangri sem kínversk yfirvöld hafa náð á undanförnum árum við að koma á umbótum í peninga- og fjármálakerfi Kína.“

Kínversk stjórnvöld óskuðu eftir því á síðasta ári að gjaldmiðill þeirra yrði tekinn inn í gjaldeyrisvaraforða AGS. Fram til þessa hefur AGS talið að kínversk stjórnvöld héldu of fast utan um stjórn peningamála í Kína til þess að uppfylla skilyrði sjóðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK