Samkeppnishamlandi verð

Greiða þarf hærra verð fyrir gagnaflutninga á Íslandi en annars …
Greiða þarf hærra verð fyrir gagnaflutninga á Íslandi en annars staðar í Evrópu og Bandaríkjunum. Á sama tíma er mikil umframafkastageta.

Verðlagning fyrir gagnaflutninga til og frá landinu dregur úr samkeppnishæfni fyrirtækja. Samt er afkastagetan ekki fullnýtt.

„Það er ljóst að verið er að greiða mun hærra verð fyrir gagnaflutninga á Íslandi en annars staðar í Evrópu og Bandaríkjunum og þar með erum við eftirbátar annarra ríkja. Á sama tíma er mikil umframafkastageta í þeim strengjum sem liggja til landsins. Það er því mikið hagsmunamál að nýta þá fjárfestingu betur og verðlagning þarf að vera samkeppnishæf við önnur ríki,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í umfjöllun um mál eþtta í ViðskiptaMogganum í dag.

„Það heftir okkur að það er dýrara að flytja gögn í gegnum Ísland heldur en ýmsa aðra staði í heiminum. Það getur þýtt að við missum af tækifærinu að ná til okkar gagnamagni þegar heimur nútímans gengur út á að miðla gögnum og þörfin fyrir flutning gagna er að aukast stórkostlega.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK