Kaupmáttur aldrei meiri

Kaupmáttur launa er nú orðinn hærri en hann hefur verið …
Kaupmáttur launa er nú orðinn hærri en hann hefur verið nokkurn tíma áður. mbl.is/Golli

Laun verkafólks og þjónustu- og afgreiðslufólks hafa hækkað mest á liðnu ári, eða um 11% og laun sérfræðinga og stjórnenda minnst, um rúm 3%. Þessar tölur eru taldar vera vísbending um að markmið síðustu kjarasamninga um leiðréttingu launa þeirra lægst launuðu hafi náðst að einhverju leyti.

Þetta kemur fram í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbanka Íslands.

Launa- og kaupmáttarþróun á síðasta ári var launþegum almennt verulega hagstæð. Regluleg laun landsmanna voru að jafnaði 7,9% hærri á öðrum ársfjórðungi 2015 en á sama fjórðungi 2014, sem gaf að meðaltali 5,8% kaupmáttaraukningu á því tímabili.

Kaupmáttur launa er nú orðinn hærri en hann hefur verið nokkurn tíma áður. Launahækkunin var 8,3% á almennum vinnumarkaði og 6,7% hjá opinberum starfsmönnum.

Innan atvinnugreina hafa laun hækkað mest í samgöngum og flutningum, eða um 9,4%. Hækkanir í hinum ýmsu greinum eru á bilinu 8-9% nema í fjármálaþjónustu þar sem hækkunin er einungis 4,7% eða nákvæmlega helmingurinn af hækkuninni í samgöngum og flutningum.

Kjarasamningur Samtaka starfsmanna í fjármálaþjónustu og SA var reyndar ekki gerður fyrr en í lok þriðja ársfjórðungs þannig að áhrifa hans gætir ekki.

Þessar tölur eru almennt taldar benda til þess að markmið kjarasamninganna á almenna markaðnum um meiri hækkun launa til þeirra lægst launuðu hafi náðst. Þar að auki er kaupmáttarþróunin einstaklega hagstæð, 5,8% kaupmáttaraukning á einu ári telst mikil hækkun í sögulegu samhengi.

Frétt mbl.is: Laun hafa hækkað um 7,9%

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK