Leituðu til Sivjar vegna reynslu

Siv Friðleifsdóttir, formaður velferðarvaktarinnar.
Siv Friðleifsdóttir, formaður velferðarvaktarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stærsta verkefni Sivjar Friðleifsdóttur fyrir velferðarráðuneytið fólst í formennsku og störfum fyrir velferðarvaktina. Frá upphafi árs 2014 og til og með 31. október sl. fék hún greiddar rúmar 11,2 milljónir króna fyrir verkefnið. Ný velferðarvakt, undir stjórn Sivjar, var stofnuð í júlí 2014 og nema mánaðarlaunin fyrir þessi störf því um 700 þúsund krónum.

Líkt og mbl greindi frá í gær hefur vel­ferðarráðuneytið greitt sam­tals rúm­ar 19,6 millj­ón­ir króna til Si­vj­ar, fyrr­ver­andi þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins og heil­brigðisráðherra, í ráðgjaf­ar-, sér­fræði- og kynn­ing­ar­störf á tíma­bil­inu frá byrj­un síðasta árs.

Velferðarvaktin er samráðs- og samstarfsvettvangur og álitsgjafi á sviði velferðarmála. Vaktin afhendir ráðherra reglulega stöðuskýrslur sem fjalla um afmörkuð viðfangsefni auk þess að leggja fram tillögur til úrbóta sem stjórnvöld taki afstöðu til hverju sinni.

Frétt mbl.is: Siv fékk tæpar tuttugu milljónir

Í svari ráðuneytisins við fyrirspurnmbl segir að leitað hafi verið til Sivjar vegna víðtækar reynslu hennar og þekkingar. 

Eygló Harðardóttir.
Eygló Harðardóttir. mbl.is/Styrmir Kári

Þekking á félags- og húsnæðismálum

Þá segir að Siv hafi annars vegar aðstoðað við verkefnavinnu vegna formennsku og starfa í velferðarvaktinni og hins vegar hafi hún sinnt verkefnavinnu vegna norræns samstarfs, í tengslum við störf samstarfsráðherra Íslands og störf félags- og húsnæðismálaráðherra í norrænu ráðherranefndinni.

Þá hafi störfin einnig falist í formennskuverkefnum Íslands í norrænu ráðherranefndinni.

„Til Sivjar var leitað þar sem hún hefur víðtæka reynslu og  þekkingu á sviði ofangreindra verkefna. Hún hefur þekkingu og reynslu m. a. í velferðar- og félagsmálum, heilbrigðis- og lýðheilsumálum, jafnréttismálum, vinnumarkaðsmálum og norrænni samvinnu,“ segir í svari ráðuneytisins. „Hún hefur gegnt störfum umhverfisráðherra, heilbrigðisráðherra og norræns samstarfsráðherra.“

Bent er á að á Alþingi hafi Siv m.a. verið formaður félagsmálanefndar og átt sæti í heilbrigðisnefnd og velferðarnefnd. „Hún hefur einnig verið fulltrúi í Norðurlandaráði, formaður flokkahóps miðjumanna og formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs.“

Fram kemur að Siv vinni áfram að þeim verkefnum sem nefnd voru hér að framan.

Velferðarráðuneytið
Velferðarráðuneytið Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Þriðja launahæst

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, lagði fram fyrirspurn til ráðuneytanna þar sem spurt var um útgjöld vegna sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstarfa.

Í svari velferðarráðuneytisins kemur fram að einungis endurskoðendastofan KPMG og ráðgjafafyrirtækið Analytica fengu meira greitt en Siv á ofangreindu tímabili. KPMG fékk tæpar 25 milljónir króna en fyrirtækið aðstoðaði við tillögu- og frumvarpsgerð vegna framtíðarskipan húsnæðismála.

Analytica vann ráðgjöf við varðandi sama málefni. 

Bæði fyrirtækin hafa unnið fjölmörg verkefni fyrir ríkisstjórnina að undanförnu.

Svar velferðarráðuneytisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK