Þingmenn „guggna“ í snakkmáli

Sigurjón Dagbjartsson, framkvæmdastjóri Iðnmark, gagnrýndi tillöguna.
Sigurjón Dagbjartsson, framkvæmdastjóri Iðnmark, gagnrýndi tillöguna. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis hefur dregið til baka tillögu sína um að afnema 59 prósent toll á kartöflusnakki.

Félag atvinnurekenda segir þetta vera gert vegna þrýsting frá innlendum framleiðendum en snakkframleiðandinn Iðnmark svaraði á dögunum fyrir sig og sagði ósanngjarnt að fella niður tolla á Íslandi þegar erlendir tollar væru óbreyttir. Iðnmark sagði útflutning á íslensku snakki alveg jafn kostnaðarsaman og innflutning á erlendu. 

Þrátt fyrir að nefndin hafi dregið tillöguna til baka ætlar Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sæti á í nefndinni, hins vegar að flytja hana í eigin nafni. Í tilkynningu frá Félagi atvinnurekenda eru þingmenn hvattir til þess að samþykkja tillögu Sigríðar.

„Félag atvinnurekenda harmar að stjórnarmeirihlutinn í nefndinni skuli guggna á því að leggja til að þessi verndartollur fyrir innlenda iðnaðarframleiðslu sé afnuminn.“ 

Átta milljónir á hvert starf

„Verndartollar fyrir iðnað áttu að heyra sögunni til fyrir löngu,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.

„Ofurtollur á kartöflusnakk hefur verið réttlættur með því að hann sé hluti af tollvernd fyrir landbúnaðinn. Staðreyndin er hins vegar sú að engar íslenskar kartöflur eru notaðar í framleiðslu tveggja iðnfyrirtækja, sem framleiða snakk. Þau framleiða úr innfluttu hráefni, sem ber litla sem enga tolla. Snakktollurinn er þannig verndartollur fyrir iðnað, dulbúinn sem tollvernd fyrir landbúnað.“

Áður hefur verið bent á að neytendur greiddu á síðasta ári yfir 160 milljónir króna í toll af kartöflusnakki.

„Fram hefur komið að 20 manns starfi við snakkframleiðslu á Íslandi. Þetta eru þá átta milljónir á hvert starf. Það væri hagstæðara fyrir neytendur að fá snakkið án tolla og borga þessum tuttugu starfsmönnum meðallaun í landinu fyrir að gera ekki neitt,“ segir Ólafur.

Frétt mbl.is: Snakk er ekki bara snakk

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK