7 milljarðar fást upp í 240 milljarða kröfur

Baugur Group
Baugur Group mbl.is/Kristinn

Samþykktar kröfur í þrotabú fjárfestingafélagsins Baugs Group nema um 240 milljörðum, en aðeins er gert ráð fyrir að um 7 milljarðar fáist upp í skuldir. Það nemur um 2,9% af samþykktum kröfum í búið. Þetta staðfestir Erlendur Gíslason, skiptastjóri þrotabúsins, í samtali við mbl.is.

Boðaður hefur verið skiptafundur 21. janúar, en þá verður farið yfir fyrstu úthlutun úr búinu. Segir Erlendur að horft sé til þess að hún verði um einn milljarður, eða innan við 0,5% af heildarkröfum. Seinna munu frekari fjárhæðir verða greiddar úr búinu, en Erlendur segir að uppgjörið gæti klárast seinna á þessu ári.

Erlendur segir að heildareignir búsins ættu að vera um 7 milljarðar í það heila, en það nemur 2,9% af heildarkröfum í búið. Segir hann að helstu kröfuhafarnir séu bæði nýju og gömlu bankarnir, ásamt því sem ýmsir sjóðir á vegum bankanna hafi átt kröfur á félagið. Þá hafi einnig lífeyrissjóðir verið á meðal kröfuhafa.

Allar forgangskröfur hafa verið greiddar, en að sögn Erlends voru þær nokkuð ekki miklar og stöfuðu aðallega af launakröfum.

Um er að ræða eitt stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar, ef frá er talið þrot föllnu bankanna. Árið 2014 kom fram á mbl.is að lýstar kröfur í búið hafi í heild numið um 400 milljörðum.

Frétt mbl.is: Samþykktar kröfur á Baug 100 milljarðar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK