Kaupsamningum fjölgaði um 44%

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Alls var 659 kaupsamningnum um fasteignir þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í desember. Heildarveltan nam 26,1 milljarði króna og meðalupphæð á hvern samning var 39,5 milljónir króna.

Viðskipti með eignir í fjölbýli nam 18,1 milljarði, viðskipti með eignir í sérbýli 5,6 milljörðum og viðskipti með aðrar eignir 2,3 milljörðum króna.

Þjóðskrá Íslands greinir frá þessu. Þegar desember 2015 er borinn saman við nóvember 2015 fækkar kaupsamningum um 12,9 prósent og velta minnkar um 9,8 prósent.

Í nóvember 2015 var 757 kaupsamningum þinglýst, velta nam 28,9 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 38,2 milljónir króna.

Þegar desember 2015 er borinn saman við desember 2014 fjölgar kaupsamningum um 44,2 prósent og velta eykst um 40,7 prósent. Í desember 2014 var 457 kaupsamningum þinglýst, velta nam 18,5 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 40,5 milljónir króna.

Makaskiptasamningar voru 10 í desember 2015 eða 1,7 prósent af öllum samningum.

Í nóvember 2015 voru makaskiptasamningar 20 eða 2,8 prósent af öllum samningum.

Í desember 2014 voru makaskiptasamningar 16 eða 3,8 prósent af öllum samningum.

Makaskiptasamningur er þegar hluti kaupverðs er greiddur með annarri fasteign. Upplýsingar um makaskiptasamninga eiga eingöngu við um íbúðarhúsnæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK