Kínverskir markaðir á uppleið

Hlutabréfavísitölur í Kína tóku stefnuna fljótlega upp á við þegar markaðir voru opnaðir þar í morgun. Í gær var kauphöllunum á meginlandi Kína lokað fljótlega eftir að viðskipti hófust eftir að vísitölur höfðu lækkað um meira en 7%.

Í Sjanghaí hefur hlutabréfavísitalan hækkað um 2,39% en fyrstu mínúturnar eftir að viðskipti hófust í morgun lækkaði hún um 2,18%. Síðan hækkaði hún talsvert, lækkaði og hækkaði síðan á nýjan leik.

Í Shenzhen hefur vísitalan hækkað um 1,65% þar sem af er degi. En í gær þurfti að loka kauphöllunum innan við hálftíma eftir að viðskipti hófust vegna mikillar lækkunar. Á mánudag var mörkuðum einnig lokað vegna lækkunar.

Kínverski gjaldmiðillinn júan hefur einnig hækkað í dag eftir lækkun í gær og hið sama má segja um heimsmarkaðsverð á olíu sem hefur hækkað eftir lækkun síðustu daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK