RT Veitingar gjaldþrota

Skjáskot/já.is

Félagið RT Veitingar ehf., sem áður hélt utan um rekstur veitingastaða Ruby Tuesday, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Nýr eigandi tók við rekstrinum í fyrra.

Í Lögbirtingarblaðinu í dag kemur fram að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði félagið gjaldþrota hinn 6. janúar sl. 

Í ársreikningi RT Veitinga fyrir árið 2014 kemur fram að félagið hafi verið rekið með rúmlega nítján milljóna króna tapi. Árið 2013 nam tapið tæpum 34 milljónum króna. Í ársreikningnum segir að félagið hafi á síðustu árum borið kostnað af rekstri sem var reyndur undir merkjum Food Taxi árið 2007.

Félagið skuldaði 167 milljónir króna í lok ársins og var eigið fé neikvætt um 133 milljónir króna.

Félagið RT Veitingar var stofnað árið 1996 en fyrsti veitingastaður Ruby Tuesday var opnaður á Íslandi árið 1999. Í dag eru veitingastaðirnir tveir talsins. 

Guðmundur Arnfjörð, sem rekið hefur pítsastaðakeðjuna Pizzuna undanfarin 17 ár, tók við rekstri Ruby Tuesday í fyrra. Félagið Ruby ehf. heldur nú utan um reksturinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK