Fjölskyldan á kafi í ferðaþjónustu

„Þetta er orðið ansi stórt en við rekum þetta allt …
„Þetta er orðið ansi stórt en við rekum þetta allt sem sjálfstæðar rekstrareiningar þar sem hver eining þarf að sjá um sig,“ segir Jóhannes Stefánsson, betur þekktur sem Jói í Múlakaffi. mbl.is/RAX

 Jóhannes Stefánsson þekkja flestir undir nafninu Jói í Múlakaffi. Hann tók við rekstri elsta veitingahúss landsins af föður sínum en í höndum Jóa og hans fjölskyldu hefur reksturinn heldur betur undið upp á sig og er orðinn að samsteypu fjölda fyrirtækja.

Hann og fjölskylda hans reka Múlakaffi sem er elsta veitingahús landsins en fyrirtækin eru orðin fjölmörg sem fjölskyldan rekur, að því er fram kemur í samtali við Jóa í ViðskiptaMogganum í dag.

Enn einn reksturinn bætist við í febrúar þegar fluttir verða til landsins öflugir bílar með eldhúsi og veitingahúsi á hjólum sem ætlað er að þjónusta þá sem koma til landsins til að kvikmynda auk þess sem hægt verður að nota bílana fyrir erlenda ferðamannahópa.

„Við erum að flytja inn til landsins öfluga bíla með eldhúsi og veitingahúsi á hjólum. Með þessu ætlum við að þjónusta fyrirtæki sem taka upp bíómyndir á Íslandi auk þess sem við getum notað bílana fyrir erlendu ferðamannahópana. Við komum til með að kynna það strax í byrjun febrúar en við erum nú þegar komin með töluvert af verkefnum á þessu ári. Það færist sífellt í aukana að kvikmyndatökulið komi til landsins og við getum farið hvert á land sem er með alla bílana ef þess þarf.“

En það er fleira sem tilheyrir ferðaþjónustuhluta samsteypunnar en veitingarnar og segir Jói að fyrir austan fjall sé afdrep fjölskyldunnar sem hann bjóði einstöku sinnum erlendum gestum að gista í. Hann lýsir því ekki frekar, en þeir sem hafa komið þangað segja um einstakan stað að ræða þar sem stórstjörnur og þjóðarleiðtogar hafa meðal annarra gist. „Þá erum við fjölskyldan einnig viðloðandi mjög skemmtilegt verkefni í samstarfi með góðu fólki. Það er verið að búa til átta hótelsvítur á 20. hæðinni í Höfðatorginu við Katrínartún. Þetta eru fimm stjörnu svítur og verður svakalega flott. Við ætlum að opna fyrir fyrstu gestina í byrjun júní.“

Samsteypan

• Múlakaffi veitingastaður í Hallarmúla

• Múlakaffi veisluþjónusta

• Nauthóll veitingastaður í Nauthólsvík

• Smurstöðin veitingastaður í Hörpu

• Kolabrautin veitingastaður í Hörpu

• Veislusalir á 19. og 20. hæð í Turninum í Kópavogi

• Gististaður í Úthlíð í Biskupstungum

• Hótelsvítur á 20. hæð í Höfðatorgi við Katrínartún

• Veisluþjónusta fyrir ferðamenn á hálendi og jöklum

• Veitingaþjónusta fyrir kvikmyndatökulið

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK