Netmiðlar og dagblöð með stærsta bitann

Netmiðlar og dagblöð eru með stærstu sneiðina. Sjónvarp kemur rétt …
Netmiðlar og dagblöð eru með stærstu sneiðina. Sjónvarp kemur rétt á eftir. mbl.is

Ísland sker sig nokkuð frá öðrum löndum þar sem sjónvarp er víða stærsti miðillinn á auglýsingamarkaði. Hér á landi eru netmiðlar og dagblöð með stærsta hlutann af birtingarkökunni hjá Pipar/TBWA.

Þetta er að minnsta kosti staðan ef litið er til skiptingar birtingarfjár hjá auglýsingastofunni  á síðasta ári. 

Þar hefur hlutdeild dagblaða lækkað aðeins milli ára og eru netmiðlar nú ásamt dagblöðum með stærsta hlutann af birtingakökunni, hvort um sig með 26 prósent birtingafjár.

Næstar koma sjónvarpsauglýsingar með 25 prósent hlutdeild og hafa hækkað örlítið milli ára. Því næst er útvarp með átján prósent, síðan héraðsfréttablöð og tímarit ery með fjögur prósent af heildinni. Í flokkinn annað fellur hins vegar eitt prósent. 

Fjölgun nettengdra stjórnar þróuninni

Að sögn Rannveigar Tryggvadóttur, birtingastjóra hjá auglýsingastofunni Pipar\TBWA, eru innlendar vefsíður með 62 prósent allra netbirtinga og erlendir vefmiðlar á borð við Facebook og Google með 38 prósent, sem er töluverð aukning frá árinu 2014 en þá voru erlendir vefmiðlar með 29 prósent netbirtinga.

„Erlendar spár gera ráð fyrir að birtingar haldi áfram að færast hröðum skrefum frá „hefðbundnum miðlum“ yfir í stafræna miðla. Áætlað er að stafrænar birtingar verði komnar yfir 50% af heildarbirtingum árið 2019. Með stafrænum birtingum er átt við net- og snjalltækjaauglýsingar. Það sem helst hefur áhrif á þessa yfirfærslu er fjölgun nettengdra neytenda, stækkun snjallsímamarkaðar og vöxtur netkerfa fyrir snjalltæki. Hvort sú þróun verði einnig hérlendis verður að koma í ljós," segir Rannveig.

Ótímabærar andlátsfréttir

Líkt og áður segir sker Ísland sig nokkuð frá helstu samanburðarlöndum þar sem sjónvarp er víðast stærsti miðillinn en dagblöð sjaldan jafn stór miðill og hér á landi. „Umræður um að sjónvarpið sé deyjandi miðill eru virðast ekki á rökum reistar,“ segir hún.

„Hinsvegar hefur sjónvarpsáhorf breyst mikið á síðastliðnum árum. Nú horfir fólk á sjónvarpsefni á sínum tíma með tímaflakki og VOD-i. Einnig eru mörkin á milli þess sem telst birting í sjónvarpi eða neti sífellt að verða óskýrari.“

Rannveig Tryggvadóttir, birtingastjóri hjá auglýsingastofunni Pipar\TBWA.
Rannveig Tryggvadóttir, birtingastjóri hjá auglýsingastofunni Pipar\TBWA.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK