Bannað skordýrasnakk í boði

Skordýrasnakkið sem heilbrigðisyfirvöld létu fjarlægja úr hillum íslenskra verslana er í boði til að smakka á UT Messunni sem fer fram í Hörpu um helgina. Stefán Atli Thoroddsen, annar frumkvöðullinn á bak við krybbustykkin, stendur vaktina í básnum. Ek

Líkt og mbl greindi frá á dögunum var skordýrasnakkið Jungle Bar tekið úr búðar­hill­um eft­ir að hafa verið í sölu í skamm­an tíma. 

Ástæðan var evr­ópsk reglu­gerð um nýfæði sem öðlaðist ný­lega gildi á Íslandi. 

Frétt mbl.is: Skor­dýrasnakkið tekið úr hill­um

Fyrirtækið er því að einbeita sér að erlendum mörkuðum og er þegar komið með dreifingarsamning í Bandaríkjunum.

Frétt mbl.is: Skordýrasnakk í bandarískar búðir

Í Jungle bar er eitt hrá­efn­anna krybbu­hveiti, eða sérræktaðar krybb­ur sem muld­ar eru í duft. Krybburn­ar eru ræktaðar af krybbu­bónda í Kan­ada sem hef­ur leyfi frá rík­inu til skor­dýra­fram­leiðslu til mann­eld­is.

Stefán Atli Thoroddsen, á fyrirtækið Crowb­ar Protein, sem fram­leiðir skor­dýrasnakkið …
Stefán Atli Thoroddsen, á fyrirtækið Crowb­ar Protein, sem fram­leiðir skor­dýrasnakkið Jungle Bar, ásamt Búa Bjarm­ar Aðal­steins­syni.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK