Byrja kennslu klukkan 9 vegna myrkurs

Verkefnastjórarnir Þorsteinn Surmeli og Hjördís Alda Hreiðarsdóttir.
Verkefnastjórarnir Þorsteinn Surmeli og Hjördís Alda Hreiðarsdóttir.

Keilir á Ásbrú stefnir á að bjóða upp á þriggja ára stúdentsnám frá og með næsta hausti. Skólinn hefur fengið tilskilin leyfi frá menntamálaráðuneytinu og er nú vinna hafin við að koma skólanum á fót en hann mun bera nafnið Menntaskólinn á Ásbrú (MÁS).

Hjördís Alda Hreiðarsdóttir og Þorsteinn Surmeli, íslenskukennarar við Háskólabrú Keilis, munu hafa umsjón með námsbrautinni. Áhersla verður lögð á nýjustu aðferðir í námi og kennslu og undirbúa nemendur fyrir störf framtíðarinnar að því er segir í tilkynningu.

MÁS verður að mörgu leyti frábrugðinn öðrum framhaldsskólum. Skólinn mun leggja áherslu á vendinám (e. flipped classroom) sem hefur verið stór hluti af starfi Keilis á undanförnum árum.

Í skólanum verða hvorki hefðbundnar kennslustofur né hefðbundin stundatafla heldur munu nemendur stunda sína vinnu í skólanum þar sem kennarar verða til staðar og leiðbeina þeim. 

Áhrifin á sálarlífið vel þekkt

„Skóladagurinn í MÁS mun ekki hefjast fyrr en klukkan 9 á morgnana enda eru áhrif myrkurs á sálarlíf Íslendinga vel þekkt,“ segir í tilkynningu. „Dagleg hreyfing verður hluti af skólastarfinu enda mun MÁS leggja áherslu á bæði andlega og líkamlega vellíðan nemenda og starfsfólks.“

Á Keili er meðal annars hægt að læra einkaþjálfun, leiðsögunám í ævintýramennsku á háskólastigi, tæknifræði á háskólastigi, einka- og atvinnuflugmannsnám og flugvirkjun. Þá hafa um 1.400 manns lokið háskólabrú sem er aðfararnám að háskólanámi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK