FME hnýtir í framkvæmdastjóra Markaða

Fjármálaeftirlitið hefur gert nokkrar athugasemdir við aðskilnað starfssviða í húsnæði Íslandsbanka, aðskilnað í stjórnun og aðskilnað á gögnum bankans. 

Talið er að framkvæmdastjóri Markaða, Tryggvi Björn Davíðsson, hafi of víðtækar heimildir til aðgangs að rafrænum gögnum á sameiginlegum tölvudrifum þeirra starfssviða sem heyra undir Markaði og eiga að vera aðskilin.

Í tilkynningu FME segir að til þess að tryggja aðskilnað starfssviðanna ætti framkvæmdastjóri eingöngu koma að stærri ákvörðunum og fá upplýsingar um starfsemi starfssviðanna frá forstöðumönnum eða starfsmönnum viðkomandi starfssviða nema aflað væri heimildar hjá regluvörslu fyrir frekari aðgangi.

Þá var gerð athugasemd við að Tryggvi gegndi einnig stöðu forstöðumanns veltubókar auk þess sem hann hafi setið í fjárfestingaráði sem tekur ákvarðanir um eigin fjárfestingar bankans.

Fjármálaeftirlitið hefur farið fram á að Íslandsbanki geri viðeigandi úrbætur vegna athugasemdanna.

Óskað hefur verið eftir því að innri endurskoðandi framkvæmi úttekt á úrbótunum og skili Fjármálaeftirlitinu greinargerð í síðasta lagi 17. mars 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK