Ísland prófunarsvæði fyrir heiminn

Tengingar ljósleiðarans.
Tengingar ljósleiðarans. Mynd/Gagnaveita Reykjavíkur

Cisco og Gagnaveita Reykjavíkur munu gefa íslenskum heimilum kost á að fá 1 gígabits nethraða strax á þessu ári og gera Ísland að prófunarsvæði á heimsmælikvarða fyrir snjalllausnir og Interneti allra hluta (e. Internet of Everything).

Samkomulag Gagnaveitu Reykjavíkur og Cisco felur einnig í sér að kynna og koma að verkefnum sem snúa að hágæðalausnum sem nýta ljósleiðaranet Gagnaveitu Reykjavíkur, Ljósleiðarann.
Ljósleiðarinn er opið ljósleiðaranet sem byggt er upp á Cisco vélbúnaði og hefur verið þjónustað af sérfræðingum Cisco.

Með þessu býðst þeim fyrirtækjum sem bjóða snjalllausnir og alnetslausnir til boða að nýta Ljósleiðarann til innleiðingar og tilviksrannsókna og annarra tilrauna á þeim hér á Íslandi í samstarfi við Gagnaveitu Reykjavíkur og Cisco.

Ímyndunaraflið eitt setur takmörk

„Með opnu neti og 100% útbreiðslu Ljósleiðarans í Reykjavík má segja að ímyndunaraflið eitt setji því takmörk hvað hægt er að gera. Það er augljóst að ljósleiðaranet Gagnaveitu Reykjavíkur, sem byggir algerlega á tækni frá Cisco, sé fullkominn prófunarstaður fyrir frumkvöðla og aðra þá sem þróa snjallar lausnir, þar á meðal fyrir snjallborgir og snjallsamfélög, snjallheimili og Internet allra hluta,“ er haft eftir Peter Karlströmer, Senior Vice President fyrir Norður Evrópu hjá Cisco, í tilkynningu.

Erling Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, segir segist að prófanir á 10 gígabita samhraða tengingum á sama ljósleiðaranum séu þegar hafnar.

„ Við teljum okkur virkilega vera í fararbroddi með því að bjóða almenningi svona gríðarlega mikinn hraða. Möguleikarnir eru óþrjótandi og því langar okkur að verða að prófunarsvæði fyrir allan heiminn, og bjóðum Ljósleiðarann fram í slíkt samstarf, enda er það opið fyrir alla þjónustuveitendur sem vilja nota það,“ er haft eftir Erling

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK