Skipti milljarða hlut fyrir reiðhjól

Chris Hill-Scott
Chris Hill-Scott Mynd af Twitter

Einn stofnenda fyrirtækis sem tölvurisinn Microsoft keypti nýlega á 250 milljónir Bandaríkjadala, eða rúma 32 milljarða íslenskra króna, lét hlut sinn í fyrirtækinu í skiptum fyrir reiðhjól. Hann segir þetta vera stærstu mistök sem hann hefur gert.

Chris Hill-Scott stofnaði fyrirtækið Swiftkey árið 2008 ásamt tveimur skólafélögum sínum úr Cambridge-háskólanum, þeim Jon Reynolds og Ben Medlock. 

Tveimur mánuðum eftir stofunina ákvað Chris að selja þeim síðarnefnu sinn hlut. Ákvörðunin var tekin í góðu og hann fékk reiðhjól í staðinn.

Í dag starfar hann sem forritari fyrir breska ríkisstofnun.

Swiftkey-appið er notað á snjallsímum og spáir fyrir um hvað notandi ætlar að skrifa og birtir orðið. Microsoft keypti fyrirtækið nýlega fyrir 250 milljónir dala. Ef Chris hefði haldið hlut sínum hefi ágóðinn því orðið umtalsverður.

Í samtali við The Times segir Chris að þetta séu stærstu mistök sem hann hefur gert.

Í viðtalinu kemur þó ekkert fram um afdrif reiðhjólsins verðmæta.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK