50 krónur fegursta myntin

Fímmtíu krónurnar eru fallegastar að mati gesta og starfsfólks Seðlabanka …
Fímmtíu krónurnar eru fallegastar að mati gesta og starfsfólks Seðlabanka Íslands. Mynd/Seðlabanki Íslands

Gestir sem mættu í Myntsafn Seðlabankans og Þjóðminjasafns á Safnanótt síðastliðið föstudagskvöld kusu 50 króna myntina þá fegurstu af þeim myntum sem í gildi eru í dag.

Alls voru 61 prósent gesta sem mættu í safnið á föstudag þeirrar skoðunar að 50 króna myntin væri fegurst.

Hið sama var upp á teningnum hjá starfsmönnum bankans sem einnig kusu 50 krónurnar fegurstu myntina en 38 prósent starfsmanna voru þeirrar skoðunar.

Gestir og starfsmenn bankans virðast vera nokkuð sammála því í báðum tilvikum var 5 króna myntin valin sú næst fallegasta.

Fyrir ári síðan var kosið á sama hátt um fegursta seðilinn sem í gildi er. Þar voru starfsmenn bankans og gestir á Safnanótt sammála um að tvö þúsund króna seðillinn væri sá fegursti. Þá var hins vegar mjótt á mununum því tíu þúsund króna seðillinn kom fast í kjölfarið hjá báðum hópum. Alls sögðu þá 32 prósent að tvö þúsund króna seðillinn væru sá fegursti og 31 prósent að tíu þúsund króna seðillinn væri fegurstur.

Frétt mbl.is: Fallegastur en ekki eftirsóttur

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK