Fyrrverandi rekstrarfélag Hópkaupa gjaldþrota

Hópkaup var rekið á kennitölu sem nú ber nafnið H19. …
Hópkaup var rekið á kennitölu sem nú ber nafnið H19. Það félag er nú gjaldþrota en Hópkaup er rekið á nýrri kennitölu. mynd/Skjáskot

Félagið H19 ehf., sem áður hét Hópkaup ehf. hefur verið lýst gjaldþrota. Félagið hét samkvæmt fyrirtækjaskrá Hópkaup árið 2014, en á árinu 2015 var því breytt í H19. Í ágúst sama ár keypti félagið Móberg Hópkaup, ásamt Leit.is. Skiptafundur kröfuhafa hefur verið boðaðar 26. apríl.

Hópkaup er enn þann dag í dag rekið sem fyrirtæki sem býður upp á vörur og þjónustu með afslætti í gegnum vefsíðu sína náist ákveðinn lágmarksfjöldi kaupenda. Félagið er í dag rekið á kennitölu sem hefur undanfarin fjögur ár haft fjögur mismunandi nöfn. Árið 2012 hét félagið Evaluator ehf., árið 2013 hét það egíró ehf. og árið 2014 hét það 1808 ehf. Í dag heitir það eins og áður segir Hópkaup ehf. Á vefsíðu Póst- og fjarskiptastofnunar er 1808 ehf. skráð sem fjarskiptafyrirtæki sem veiti upplýsingaþjónustu með símanúmer.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK