Landsbankinn hafði allar upplýsingar um Borgun

Hlutur Landsbankans í Borgun var seldur hópi fjárfesta síðla árs …
Hlutur Landsbankans í Borgun var seldur hópi fjárfesta síðla árs 2014. Photo: Júlíus

Borgun segir Landsbankann hafa haft aðgang að öllum gögnum í tengslum við söluna á hlut bankans í Borgun árið 2014. Meðal annars hafi verið útbúið gagnaherbergi þar sem bankinn og aðrir aðilar málsins hafi haft aðgang að ítarlegum upplýsingum um rekstur félagsins, m.a. eignarhlut Borgunar í Visa Europe og valréttarákvæðið milli Visa Inc og Visa Europe. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu Borgunar, en fyrirtækið svarar þar fyrirspurn Landsbankans frá því um helgina.

Þá segir í yfirlýsingu Borgunar að félagið hafi aldrei búið yfir upplýsingum um hvort, hvenær eða á hvaða verði Visa Europe yrði selt. Yfirlýsinguna má í heild lesa hér að neðan:

Í tilefni af opinberri umræðu í tengslum við sölu Landsbankans á eignarhlut sínum í Borgun, vill Borgun koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.

1.     1. Landsbankinn hafði aðgang að öllum gögnum í tengslum við söluna á hlut bankans í Borgun síðla árs 2014.

2.     2. Útbúið var sérstakt gagnaherbergi þar sem Landsbankinn og aðrir aðilar máls höfðu fullan aðgang að ítarlegum upplýsingum um Borgun og rekstur félagsins. Þar lágu fyrir upplýsingar um aðild og eignarhlut Borgunar í Visa Europe sem og upplýsingar um valréttarákvæði milli Visa Inc. og VISA Europe.

3.     3. Borgun bjó aldrei yfir upplýsingum um hvort, hvenær né á hvaða verði Visa Europe yrði selt, fyrr en salan var gerð opinber þann 2. nóvember 2015. Vænt hlutdeild Borgunar í söluandvirði á VISA Europe varð ekki ljós fyrr en 21. desember sama ár.  Fyrir þann tíma hafði Borgun engar forsendur til þess að meta eignarhlut sinn í Visa Europe á annan hátt en gert var.

4.     4. Borgun mun veita Landsbankanum allar þær upplýsingar tengdar söluferli, sem nauðsynlegar eru vegna fyrirspurna Bankasýslu ríkisins og annarra opinberra aðila.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK