Hagnaður KSÍ fjórfaldast á árinu

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ og Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri sambandsins, voru …
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ og Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri sambandsins, voru með tæplega 1,4 milljónir á mánuði ef launagreiðslum þeirra er skipt jafnt niður. RAX / Ragnar Axelsson

Gert er ráð fyrir að hagnaður Knattspyrnusambands Íslands, fyrir styrki og framlög til aðildarfélaga, muni tæplega fjórfaldast á þessu ári. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi KSÍ nam hagnaður síðasta árs 157 milljónum króna en áætlun ársins 2016 gerir ráð fyrir 622 milljóna króna hagnaði.

Þar munar mestu um 1,5 milljarða króna styrk frá UEFA vegna þátttöku Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. 

Styrkir og framlög til aðildarfélaga sambandsins munu þá einnig aukast verulega og nema 413 milljónum króna á árinu samanborið við 147 milljónir króna á síðasta ári.

Kostnaðurinn við A-landsliðið fjórfaldast þá nærri því, þar sem hann verður í kringum 808 milljónir króna, samanborið við 228 milljónir í fyrra. 

Með 1,4 milljónir á mánuði

Gert er ráð fyrir að launakostnaður í heild aukist nokkuð og fari úr 108 milljónum króna á síðasta ári í 122,5 milljónir króna.

Athygli vekur að formaður og framkvæmdastjóri sambandsins voru með samtals 33 milljónir króna í laun á síðasta ári, eða 16,5 milljónir hvor, ef launagreiðslum er skipt jafnt niður. Það jafngildir tæplega 1,4 milljónum króna á mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK