Hagkvæmara að fara með rútunni

Þetta er önnun hækkunin á einu ári.
Þetta er önnun hækkunin á einu ári. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Bílastæðagjöld við Keflavíkurflugvöll verða hækkuð verulega á næstunni. Eftir hækkunina verða þau nær því sem gerist á alþjóðaflugvöllum helstu nágrannalandanna. Rútan verður í flestum tilvikum hagkvæmari kostur en bíllinn.

Þann 1. apríl nk. hækka bílastæðagjöld um 30 til 117 prósent og verður mesta breytingin á skammtímastæða sem hækkar úr 230 krónum og upp í 500 krónur fyrir fyrsta klukkutímann. Fyrsta vikan hækkar úr 950 krónum í 1.250 króur á sólarhring, önnur vika úr 600 krónum í 950 krónur á sólarhring en verðið á þeirri þriðju tvöfaldast og fer úr 400 krónum upp í 800 krónur.

Þetta er önnur hækkunin á stuttum tíma þar sem verðskráin hækkaði einnig í fyrra eftir að hafa staðið óbreytt í nokkur ár. Sólarhringsgjaldið var 800 krónur fyrir ári síðan en fór í 950 krónur hinn 1. apríl sl. Gjaldið verður í 1.250 krónur eftir tæpa tvo mánuði.

Samtals nemur hækkunin á sólarhringsgjaldinu 56 prósentum á einu ári.

Frétt mbl.is: Bílastæðagjöld tvöfaldast við Leifsstöð

Í samtali við mbl.is sagði Guðni Sig­urðsson, upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via, að bílastæðagjöldin væru ennþá ódýrust á Íslandi þegar litið væri til hinna Norðurlandanna.

Mbl gerði því lauslega verðkönnun.

Á flestum flugvöllum eru bílastæðagjöldin mishá eftir fjarlægð stæðanna frá vellinum. Er því hægt að velja hagkvæmara stæði lengra frá eða dýrara stæði sem liggur nánast við innganginn. Þá getur verðið einnig farið eftir árstíma og er þá dýrara að leggja á álagstíma á sumrin.

Vikan ódýrust í Stokkhólmi

Við Kastrup flugvöllinn í Kaupmannahöfn er hægt að fá stæði í eina viku á 6.890 krónur, sé pantað á netinu og valið stæði lengst frá vellinum. Dýrustu stæðin eru hins vegar á 28.700 krónur. 

Mögulega er því hægt að greiða minna fyrir vikuna við Kastrup en Keflavíkurflugvöll en skammtímastæðið er þó nokkuð dýrara og kostar um 860 krónur á klukkustund samanborið við 500 krónur á Íslandi.

Við Gardemoen flugvöllinn í Osló kostar rúmar 1.000 krónur að leggja í eina klukkustund og er það nærri tvöfalt dýrara en á Íslandi. Vikan kostar allt frá 8.168 krónum og upp í 18.416 krónur. Getur hún því verið á pari við vikuna á Íslandi eða töluvert dýrari.

Við Arlanda flugvöllinn í Stokkhólmi kostar klukkustundin í skammtímastæði allt frá 725 krónum og upp í 1.204 krónur. Þá kostar allt frá 8.130 krónum og upp í 8.730 krónur að leggja í eina viku við völlinn. Aukavika kostar 5.119 krónur.

Líkt og áður segir kostar vikan á Íslandi 8.750 krónur og aukavikan 6.650 krónur. Langtímastæðin í Stokkhólmi eru því aðeins ódýrari.

Hagstæðara að ferðast með rútu

Í frétt Túrista er bent á að hærri bílastæðagjöld gætu orðið til þess að fleiri ákveða að ferðast með rútum til og frá flugvellinum. Það gæti dregið úr þörfinni fyrir stæðafjölgun sem að sögn Isavia er ástæða þessara verðhækkana.

Frétt mbl.is: Sérstaklega slæmt í ljósi einokunarstöðu

Flugrútan og Airport Express bjóða upp á þessar ferðir. Sem dæmi má nefna að tveir fullorðnir og tvö börn munu þurfa að greiða 15.400 krónur fyrir bílastæði í tvær vikur og þar að auki kostar bensínið sitt. 

Miðar með Airport Express fyrir sömu fjölskyldu kosta aftur á móti 7.600 krónur og miðar með Flugrútunni kosta 8.000 krónur.

Bílastæðagjaldið á Íslandi verður svipað og á öðrum Norðurlöndum.
Bílastæðagjaldið á Íslandi verður svipað og á öðrum Norðurlöndum. AFP
Rútan verður fýsilegri kostur.
Rútan verður fýsilegri kostur.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK