Harkalegur skjálfti á mörkuðum

AFP

Það er mikill skjálfti á japönskum fjármálamörkuðum í dag og hafa verðbréf hríðfallið í verði. Nikkei hlutabréfavísitalan lækkaði um 5,4% í dag.

Flestar kauphallir eru lokaðir í Asíu í dag vegna kínverska nýársins en staðan er afar viðkvæm. Í Japan hefur gengi jensins hækkað mikið í dag sem kemur sér illa fyrir útflutningsfyrirtækin. Hlutabréf þeirra hafa lækkað mjög í verði í kjölfar lækkunar á evrópskum og bandarískum mörkuðum í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK