Markaðir rauðir við opnun

Frá kauphöllinni í Frankfurt í gær.
Frá kauphöllinni í Frankfurt í gær. AFP

Miklar lækkanir voru á mörkuðum í Evrópu í gær og voru þeir aftur rauðir við opnun í morgun. KFX í Danmörku hefur lækkað um tæp tvö prósent það sem af er degi. Í viðskiptum gærdagsins lækkaði KFX um 5,19 prósent.

OMX og OBX í Oslo og Stokkhólmi lækkuðu einnig um 4,2 prósent hvor og DAX vísitalan fór niður um 3,3 prósent.

Í morgunpósti IFS greiningar er bent á að ótti hafi gripið um sig vegna óvissu um stöðu efnahagsmála í Evrópu. Bankar leiddu lækkanir og féll hinn þýski Commerzbank um 9,5 prósent í gær.

Kauphöllin í Aþenu kom sem fyrr verst út úr gærdeginum með 7,9 prósenta lækkun.

Úrvalsvísitala íslensku Kauphallarinnar, OMX18, lækkaði um 2,05 prósent en mesta lækkunin var á bréfum Icelandair Group sem lækkuðu um 3,8 prósent.

Frétt mbl.is: Harkalegur skjálfti á mörkuðum

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK