Sala á Tyrklandsferðum gengur hægt

Í þessari viku mun Nazar bjóða á tilboði 50 ferðir …
Í þessari viku mun Nazar bjóða á tilboði 50 ferðir þar sem fyrsta barnið ferðast frítt. Mynd af heimasíðu Nazar

Ástandið í Sýrlandi hefur áhrif á ferðaþjónustuna í nágrannalandinu Tyrklandi. Sala á ferðum þangað er minni en í fyrra en teikn eru á lofti um að eftirspurnin sé að aukast.

Þetta kemur fram í frétt Túrista þar sem rætt er við Kemal Yamanlar, framkvæmdastjóra íslensku ferðaskrifstofunnar Nazar, sem selur Tyrklandsferðir.

Hann segir flestar pantanir vera á bestu hótelin og þau sem bjóða upp á íslenska barnaklúbba en heilt yfir gengur salan hægt. Ekki stendur þó til að fækka ferðunum.

Að sögn Yamanlar hefur eftirspurn eftir Tyrklandsferðum ekki bara dregist saman á Norðurlöndum heldur líka á meginlandi Evrópu.

Hann segir þó teikn á lofti um að markaðurinn sé að taka við sér en það sé hins vegar skiljanlegt að fólk vilji bíða og sjá hvernig málin þróast.

Ekki bara hvað varðar ferðalög til Tyrklands heldur líka til fleiri landa þar sem ýmislegt hafi gerst víða í álfunni.

Yamanlar bendir á að viðskiptavinir muni fá ferðir sínar endurgreiddar ef utanríkisþjónustan hér á landi eða í nágrannaríkjum leggst gegn ferðalögum til Tyrklands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK