Fjórðungur segir skort á starfsfólki

Mest vöntun á starfsfólki kemur fram í svörum frá stjórnendum …
Mest vöntun á starfsfólki kemur fram í svörum frá stjórnendum byggingarfyrirtækja. mbl.is/Golli

Rúmlega fjórðungur stærstu fyrirtækja landsins telja skort á starfsfólki vera í landinu, en það eru fyrirtæki í byggingariðnaði, flutningageiranum og ferðaþjónustu sem telja skortinn vera mestan. Þetta kemur fram í vetrarkönnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins, en sagt er frá niðurstöðunni í Peningamálum Seðlabankans sem kom út í dag.

Hefur talan hækkað um 13 prósentustig frá því á sama tíma í fyrra. Tæplega 60% fyrirtækja í byggingariðnaði og rúmlega 40% fyrirtækja í flutningum og ferðaþjónustu töldu sig búa við skort á starfsfólki.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK