Krónan opnar nýja búð við Bónus

Nú verslun Krónunnar verður opnuð við Helluhraun í sumar.
Nú verslun Krónunnar verður opnuð við Helluhraun í sumar. Morgunblaðið/Styrmir Kári

Ný verslun Krónunnar verður opnuð í sumar við Helluhraun í Hafnarfirði en samkeppnisaðilinn Bónus er þar rétt við hliðina á. Á sama tíma verður Krónunni við Reykjavíkurveg lokað. 

Að sögn Kristins Skúlasonar, rekstrarstjóra Krónunnar, verður verslunin vonandi opnuð í byrjun sumars. Hún verður með stærri verslunum keðjunnar, eða 2.300 fermetrar, sem er svipað stórt og Krónan úti á Granda.

Kaupás, eigandi Krónunnar, hefur hingað til rekið tvær verslanir undir merkjum keðjunnar í Hafnarfirði; Við Reykjavíkurveg og Hvaleyrarbraut.

Samhliða opnun nýju verslunarinnar verður þeirri á Reykjavíkurvegi lokað. Báðar eru frekar litlar og Kristinn segir að þörf hafi verið á einni stórri. Krónan hafi einfaldlega sprengt utan af sér húsnæðið á Reykjavíkurvegi.

Starfsmennirnir er starfa í þeirri verslun fá vinnu í nýju búðinni.

Kristinn segist mjög ánægður með staðsetninguna og og bætir við að hún sé við mikla umferðaræð.

Aðspurður um samkeppnisaðilann Bónus, sem aðeins eitt hús aðskilur, segir Kristinn að Krónan þekki vel að vera nálægt þeim. „Við erum nágrannar á mörgum stöðum. Úti á Granda, í Mosfellsbæ og Lindum. Við þekkjum það alveg. Það er líka kannski hentugra fyrir viðskiptavini að geta farið á báða staði,“ segir Kristinn.

Á auða svæðinu verður verslun Krónunnar. Einungis Vínbúðin og Apótek …
Á auða svæðinu verður verslun Krónunnar. Einungis Vínbúðin og Apótek verða á milli hennar og Bónus. Skjáskot af Já.is
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK