Deilt um verðmæti Alvogen

Vöxtur lyfjafyrirtækisins Alvogen hefur verið ævintýri líkastur á liðnum árum.
Vöxtur lyfjafyrirtækisins Alvogen hefur verið ævintýri líkastur á liðnum árum. mbl.is/Golli

Þrír yfirmatsmenn, sem Héraðsdómur Reykjavíkur kvaddi til, hafa komist að þeirri niðurstöðu að heildarvirði hlutafjár í fyrirtækinu Aztiq Partners AB hafi hinn 1. júlí 2010, numið 1,9 milljörðum króna. Morgunblaðið hefur yfirmatsgerðina undir höndum.

Félagið var stofnað á árinu 2009 af Árna Harðarsyni, Róberti Wessman og Magnúsi Jaroslav Magnússyni, ásamt Matthíasi H. Johannessen. Átti Róbert 94% hlut í félaginu en hinir þrír skiptu með sér 2% hver. Sama dag og félagið var stofnað, framseldi Róbert Árna allan hlut sinn í félaginu án vitneskju Matthíasar. Hefur hann fengið forkaupsrétt sinn að hlutafénu viðurkenndan með dómi Hæstaréttar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Um ári síðar, í júlí 2010, seldi Árni Harðarson félag í sinni eigu sem hélt á 96% hlutafjár í Aztiq Partners AB, til félagsins Aztiq Pharma ehf. á tæpar 1,6 milljónir króna. Stjórn félagsins sem keypti hlutinn skipuðu þeir Árni Harðarson og Róbert Wessman.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK