Neikvæðir stýrivextir í Svíþjóð

Seðlabanki Svíþjóðar
Seðlabanki Svíþjóðar

Seðlabanki Svíþjóðar lækkaði stýrivexti sína í dag um 0,15 prósentur og verða þeir því neikvæðir eða -0,5%. 

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar kemur fram að efnahagslífið haldi áfram að styrkjast en allt bendi til þess að verðbólga verði minni í ár en fyrri spár hljóðuðu um. Það bendi allt til þess að verðbólga verði áfram undir 2% verðbólgumarkmiðum bankans en vonir standi til þess að með aðgerðum bankans verði hægt að ná henni upp í verðbólgumarkmiðin á næsta ári. 

Bankinn er reiðubúinn til þess að ganga lengra en nú er til þess að tryggja að verðbólgumarkmið hans náist en gert er ráð fyrir að vextir bankans verði neikvæðir í ár og á næsta ári.

Spá Seðlabanka Svíþjóðar hljóðar upp á 3,5% hagvöxt í ár en á næsta ári verði hann 2,8% og 2,5% árið 2018. Bankinn spáir því að atvinnuleysi minnki í ár og verði 6,8% að meðaltali og 6,7% á næsta ári. 

Tilkynningin

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK