Pep Guardiola verður í 66°Norður fatnaði

Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður, og Pep Guardiola, þjálfari Bayern …
Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður, og Pep Guardiola, þjálfari Bayern Munchen. Myndin er tekin í Munchen á dögunum. Mynd/66°Norður

66°Norður hefur hafið samstarf við efnaframleiðandann Gore og mun frá og með næsta hausti bjóða upp á alls 14 flíkur úr efnum frá fyrirtækinu, þar á meðal úr GORE-TEX. Voru fyrstu flíkurnar úr Gore efnum frumsýndar á ISPO útivistarsýningunni og eru þær væntanlegar í verslanir næsta haust.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að á sýningunni hafi Gore kynnt nýjan fulltrúa fyrirtækisins sem er spænski þjálfarinn Pep Guardiola. Hann þjálfar Bayern Munchen og þjálfaði áður Barcelona. Í tilefni af samstarfi Gore og Guardiola var haldinn blaðamannafundur. Þegar Guardiola var inntur eftir því af hverju hann væri í samstarfi við fyrirtæki eins og Gore svaraði hann því að hann stæði úti í öllum veðrum alla daga.

Samningur Gore og Guardiola þýðir að hann mun klæðast flíkum úr efnum fyrirtækisins næstu fjögur árin. Guardiola sagðist í samtali við Helga Rúnar Óskarsson, forstjóra 66°NORÐUR, hlakka til að máta nýju GORE flíkurnar frá fyrirtækinu þegar þær koma á markað næsta haust.

Fyrirtækið W. L. Gore and Associates var stofnað árið 1958 af Bill Gore og er velta fyrirtækisins rúmir þrír milljarðar bandaríkjadala. Fyrirtækið hefur verið leiðandi þegar kemur að vatnsheldum efnum í útivistarflíkur og mun á árinu fagna 40 ára afmæli GORE-TEX efnisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK