„Síminn sekur um lögbrot“

Viðskiptavinir geta ekki lengur greitt reikninga með reiðufé í verslun …
Viðskiptavinir geta ekki lengur greitt reikninga með reiðufé í verslun Símans.

Með því að neita að taka við seðlum og mynt gerist Síminn sekur um lögbrot segir Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Líkt og Morgunblaðið greindi frá í dag geta viðskipta­vin­ir Sím­ans ekki leng­ur greitt reikninga fyrirtækisins með reiðufé í Ármúla eins og áður. Þess í stað þurfa þeir að fara í banka og greiða þar. Ástæðan er sú að því fylgdi meiri kostnaður en ávinningur að sögn upplýsingafulltrúa.

Frétt mbl.is: Síminn kveður krónur og aura

Frosti segir þetta vera brot á 3. grein laga um gjaldmiðil Íslands í færslu á Facebook. Í lögunum segir: „Peningaseðlar þeir, sem Seðlabanki Íslands lætur gera og gefur út, og peningar þeir, sem hann lætur slá og gefur út, skulu vera lögeyrir í allar greiðslur hér á landi með fullu ákvæðisverði.“

Þá segir Frosti að Síminn sé jafnframt að brjóta 5. gr. laga um Seðlabanka Íslands sem segir: „Seðlar og mynt sem Seðlabankinn gefur út skulu vera lögeyrir til allra greiðslna með fullu ákvæðisverði."

„Síminn verður að fara að lögum,“ segir Frosti Sigurjónsson.

Mega greiða með reiðufé - bara í bankanum

Aðspurð um viðbrögð við ummælum Frosta segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, að viðskiptavinir geti að sjálfsögðu greitt fyrir reikninga með reiðufé. Það geri þeir nú í banka.

„Þannig fer Síminn að lögum um leið og hann lágmarkar rekstrarkostnað sinn með hagsmuni viðskiptavina og fyrirtækisins að leiðarljósi,“ segir hún og bætir við að mjög lítill hluti viðskiptavina hafi valið að greiða reikninga með þessum hætti, eða 0,0006 prósent. Aðrir greiði nú þegar í gegnum bankastofnanir.

Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að Síminn þurfi …
Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að Síminn þurfi að taka við reiðufé. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK