Þrefaldur hagnaður Landsbréfa

Landsbréf hf. eru dótturfélag Landsbankans hf., en meirihluti stjórnar félagsins …
Landsbréf hf. eru dótturfélag Landsbankans hf., en meirihluti stjórnar félagsins er óháður Landsbankanum og er það rekið sem sjálfstætt fjármálafyrirtæki.

Hagnaður Landsbréfa, dótturfélags Landsbankans þrefaldaðist milli ára og nam 616 milljónum króna árið 2015. Landsbréf eru eitt stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins. Eigið fé jókst töluvert milli ára nam um 2,4 milljörðum króna í árslok samanborið við 1,8 milljarð króna í lok ársins 2014.

Í tilkynningu segir að hreinar rekstrartekjur hafi numið tæpum 1,6 milljörðum króna samanborið við 1,1 milljarð árið áður. 

Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins, sem reiknað er samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, var 86,5 prósent, en hlutfall þetta má lægst vera átta prósent.

Í lok ársins eru hlutdeildarskírteinishafar í sjóðum félagsins um 13 þúsund talsins og eignir í stýringu voru í árslok um 129 milljarðar króna samanborið við um 111 milljarða króna árið áður.

Í tilkynningu segir að ávöxtun sjóða Landsbréfa hafi almennt verið mjög góð á árinu. Reksturinn hafi einkennst af góðum vexti og stækkuðu sjóðir félagsins vegna aukinnar sölu hlutdeildar í sjóðunum og eins góðrar ávöxtunar.

Landsbréf settu á stofn nokkuð af  nýjum afurðum á árinu og þar má td. nefna fagfjárfestasjóðinn Brunn vaxtarsjóð slhf., sem fjárfestir í sprota- og nýsköpunarverkefnum. Fjármögnun sjóðsins lauk í upphafi ársins 2015 og réðist sjóðurinn í fyrstu fjárfestingar sínar á árinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK