Commerzbank hækkar um 14%

Commerzbank
Commerzbank AFP

Hlutabréf í þýska bankanum Commerzbank hækkuðu um 14% í fyrstu viðskiptum í dag eftir að bankinn tilkynnti um mjög góðar uppgjörstölur síðasta árs. Sagði bankinn að hagnaður hafði aukist fjórfalt og að væntingar væru til aukins hagnaðar á þessu ári.

Hagnaður bankans í fyrra nam 1,06 milljörðum evra, eða sem svarar 152 milljörðum íslenskra króna miðað við 266 milljónir evra árið 2014. Var árangurinn umfram það sem greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir. Tekjur bankans námu 9,76 milljörðum evra og hækkuðu um 11% milli ára. 

Commerzbank er annar stærsti lánveitandi í Þýskalandi, en undanfarnar vikur hafa verið nokkuð brokkóttar hjá fjármálafyrirtækjum víða um heim. Hafa fjárfestar almennt fært sig úr hlutabréfum fjármálafyrirtækja yfir í öruggari bréf.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK