Eldsneytisálag ekki lækkað í takt við olíuverðslækkun

Eldsneytisálag Icelandair aðra leið fyrir farþega er frá 6.700 krónum …
Eldsneytisálag Icelandair aðra leið fyrir farþega er frá 6.700 krónum til 18.600 króna eftir því hver brottfararstaður og áfangastaður er. mbl.is/Júlíus

„Það er ekki fullt samhengi milli breytinga á eldsneytisálagi og verðbreytinga á fargjöldum. Fargjöld eru almennt að lækka um þessar mundir óháð því hvort flugfélög sérmerkja eldsneytisálagið eða ekki, eða hver upphæð þess er.“

Þetta segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, vegna fyrirspurna um hvort eldsneytisálag flugfélagsins hefði tekið mið af þeim breytingum sem hafi orðið á olíuverði, en það hefur lækkað hratt undanfarin misseri. Hann segir að eldsneytisálagið bætist ekki við farmiðakaupin en sé hluti fargjaldsins. „Það lækkaði um rúm 14% 1. desember 2014 og síðan aftur um tæp 13% 1. september 2015.“

Til samanburðar lækkaði flugvélaeldsneytisverð um 44% frá árslokum 2013 til ársloka 2014 og lækkaði áfram um 38% frá 2014 til 2015, samkvæmt gögnum Bloomberg frá IFS. Frá árslokum 2013 til gærdagsins er lækkunin orðin 68%, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK