Golfbúðin sektuð vegna verðmerkinga

Neytendastofa taldi verðmerkingar í Golfbúðinni ekki greinilegar.
Neytendastofa taldi verðmerkingar í Golfbúðinni ekki greinilegar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Neytendastofa hefur sektað Golfbúðina um fimmtíu þúsund krónur vegna verðmerkinga í versluninni. 

Við upphaflega skoðun Neytendastofu í október sl. voru gerðar athugasemdir við að verðmerkingar vantaði á marga golfbolta, Röhnisch boli, belti, Bagboy burðarpoka, Powerbug kerru, Streta standbag, Bagboy kerru, Rovic kerru og Streta pakkasett. 

Eftir skoðunina var versluninni bent á þetta og beðin um að koma merkingum í rétt horf.

Önnur skoðun var framkvæmd í desember og enn voru gerðar athugasemdir.

Golfbúðin útskýrði verðmerkingarnar með bréfi og benti á að golfboltar væru seldir í miklu magni í versluninni. Boltategundir séu nokkrar og til í mörgum eintökum. Að boltakassarnir væru allir ómerktir væri ekki rétt.

Það kunni að vera að af 20 boltakössum af sömu tegund hafi ekki allir verðmerktir en það hafi fari ekki átt að fara framhjá neinum hvert verðið sé á viðkomandi boltakassa þar sem flestir væru verðmerktir.

Þá var bent á að Röhnisch bolir væru til í tugatali og að flestir væru verðmerktir. Það kunni að vera að á einhverri slá með fimm bolum hafi einn verið ómerktur.

Ómerkt belti kunni að hafa verið á einhverri hillunni vegna þess að þau hafi verið tekin úr umbúðum en belti í umbúðum sé einnig til staðar merkt.

Þá sagði að Bagboy burðarpoki hafi staðið á gólfinu vel merktur með spjaldi þannig að greinilegt væri verð og afsláttur en síðan hafi nokkur ómerkt eintök verið í hillum eða hugsanlega á gólfinu.

PowerBug rafmagnskerra hafi þá verið til í einu eintaki við síðustu heimsókn og hafði verið tekin úr kassanum.

Strata standbag hafi ekki verið verðmerktur þar sem hann hafi verið hluti af pakkasetti og því ekki til á skrá, þ.e. Strata standbag hafi verið selt án pokans og þá hafi verið gefið afsláttarverð á þennan poka eftir lauslegu mati.

Það hafi láðst að merkja þennan poka sérstaklega.

Þá sagði Golfbúðin að BagBoy kerrur væru seldar í miklu magi og hafðar í kössum sem eru verðmerktir. Þegar verið sé að taka þessar kerrur upp gleymist oft að merkja kerrurnar jafn óðum og þær seljist.

Einnig var bent á að Rovic kerrurnar væru uppseldar. Það kunni að vera að við eftirlitsheimsóknina hafi kerra staðið á gólfinu nýupptekin og án verðmerkinga en að jafnaði hafi þess verið gætt að verðmerkja kerrurnar enda hagsmunamál að þær seljist á réttu verði.

Að lokum hafi Strata pakkasettið verið selt í miklu magni bæði fyrir karla og konur. Strata pakkarnir hafi allir verið verðmerktir. Það kunni hins vegar að vera að settið hafi verið tekið úr kassanum og gleymst að færa verðmerkingar yfir á settið.

Neytendastofa gaf lítið fyrir skýringarnar og benti á að samkvæmt verðmerkingarreglum hvíli fortakalaus skylda á seljendum til að gæta þess að söluvörur séu verðmerktar hvar sem þær séu hafðar til sýnis. 

Hér má lesa ákvörðunina í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK