Ný íslensk þjónusta fyrir vínylunnendur

Víða leynast plötur á heimilum Íslendinga en segja má að …
Víða leynast plötur á heimilum Íslendinga en segja má að þær séu bæði heimilisprýði sem og geymsla fyrir tónlist. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Þótt vínylplatan hafi verið til í tæplega eina og hálfa öld og tækninýjungar eins og kassettan, geisladiskur og nú síðast tónlist í gegnum streymisþjónustu sprottið upp virðast vinsældir plötunnar enn haldast og eru mörg dæmi um að vinsælar plötur hækki í verði. Síðustu árin hefur vínylplatan jafnvel hafa sótt í sig veðrið og á síðustu árum hefur sala þeirra aukist um 800%.

Ísland er engin undantekning þegar kemur að vinsældum plötunnar og eru íslenskar hljómsveitir duglegar að gefa út tónlist sína á plötuforminu. Nokkrar verslanir selja plötur og í dag var opnað fyrir nýja þjónustu fyrir vínylunnendur hér á landi.

Blaðamaðurinn Magnús Halldórsson stendur á bak við síðuna vinylinn.is ásamt Axeli Jóni Fjelsted, en þar mun hann gefa út fréttabréf mánaðarlega. þar sem fjallað verður um útgáfu íslenskra tónlistarmanna á vínyl og skyggnst inn í vínylheiminn í New York.

Magnús er sjálfur búsettur í New York og ætlar hann að heimsækja eina plötubúð í mánuði og fylgjast með nýjustu útgáfunum hverju sinni.

Magnús Halldórsson.
Magnús Halldórsson. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK