8,2 milljarða króna velta

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Alls var 88 kaupsamningum og afsölum um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu þinglýst í janúar sl. Heildarfasteignamat seldra eigna var 6.879 milljónir króna. Af þessum skjölum voru 28 um verslunar- og skrifstofuhúsnæði.

Þjóðskrá Íslands greinir frá þessu.

Á sama tíma var 51 skjali um atvinnuhúsnæði utan höfuðborgarsvæðisins þinglýst. Heildarfasteignamat seldra eigna var 1.437 milljónir króna.

Þá voru 44 kaupsamningar um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu skráðir í kaupskrá í janúar. Heildarupphæð þeirra var 2.935 milljónir króna og fasteignamat þeirra eigna sem samningarnir fjölluðu um 2.481 milljón króna. Af þessum samningum voru 14 um verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Á sama tíma voru 18 kaupsamningar um atvinnuhúsnæði utan höfuðborgarsvæðisins skráðir í kaupskrá. Heildarupphæð þeirra var 739 milljónir króna og fasteignamat þeirra eigna sem samningarnir fjölluðu um 508 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK