Úrelt hugsun stjórnmálamanna

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir tímabært að íslenskir stjórnmálamenn uppfæri úreltan hugsunarhátt sinn og innleiði fyrirkomulag samkeppni í veitingu opinberrar þjónustu. Þar eigi samkeppnin síst minna erindi en á öðrum sviðum atvinnulífsins því þar muni hún einnig stuðla að nýsköpun hagkvæmni og betri þjónustu.

„Þó íslenskir stjórnmálamenn styðji frjálsa samkeppni í orði kveður við annan tón þegar kemur að eigin ranni. Í huga þeirra virðast kostir frjálsrar samkeppni ekki ná til þjónustu sem hið opinbera hefur tekið að sér að veita þegnunum,“ skrifar Þorsteinn í leiðara fréttabréfs SA.

Getur verið að stjórnmálamenn telji önnur lögmál gilda um einkarekstur en opinberan rekstur? Telja þeir að frjáls samkeppni sé nauðsynleg til að hvetja einkageirann til dáða en einokun tryggi bestu niðurstöðu í opinberri þjónustu?“ skrifar hann og bætir við að svo virðist vera þar sem heilbrigðisþjónusta og menntastarfsemi séu sérstaklega undanskilin samkeppnislögum auk hluta landbúnaðarkerfisins. „Án þess að færð hafi verið rök fyrir því að einokun gagnist neytendum betur en samkeppni,“ skrifar Þorsteinn.

Vantar samkeppni í heilbrigðiskerfið

Hann segir heilbrigðiskerfið vera gott dæmi þar sem samkeppnisrekstur gæti skilað miklum ávinningi.

„Kostnaður við heilbrigðiskerfið hefur aukist mikið og mun sú þróun halda áfram vegna öldrunar þjóðarinnar. Á sama tíma hefur heilbrigðiskerfið átt í erfiðleikum með að fá íslenska heilbrigðisstarfsmenn til starfa hér á landi eftir nám og starf erlendis,“ skrifar hann.

„Ein ástæða þess er fábrotið starfsumhverfi hér á landi þar sem ríkið er allsráðandi í rekstri heilbrigðisþjónustu. Möguleikum einstaklinga til að hagnýta þekkingu sína og færni á þessu sviði eru því miklar skorður settar. Aukinn einkarekstur getur bæði skapað fjölbreyttara og hagkvæmara rekstrarumhverfi, auk þess að laða færa sérfræðinga til starfa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK