Breytingar í framkvæmdastjórn Marel

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels. mbl.is/Árni Sæberg

Breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdastjórn, skipulagi og markaðssetningu hjá Marel sem nú verður undir einu nafni og vörumerki. Breytingunum er ætlað að miða að því að einfalda og styrkja markaðssókn Marel og styðja við vöxt og velgengni félagsins til framtíðar.

Remko Rosman, forstjóri MPS, sem Marel lauk kaupum á í janúar sl., mun taka sæti í framkvæmdastjórn félagsins og verða framkvæmdastjóri Marel Meat. Áætlun um fulla sameiningu MPS og Marel hefur verið hrint af stokkunum. MPS verður áfram til sem vörumerki þar til í janúar 2017 þegar það rennur að fullu inn í Marel.

Úr kjötiðnaði í fullvinnslu

David Wilson, sem áður var framkvæmdastjóri kjötiðnaðar Marel mun nú leiða fullvinnslu innan allra þriggja iðnaða Marel. Hann verður áfram í framkvæmdastjórn félagsins en með breytt starfssvið og áherslur.

Þegar Marel kynnti rekstrarniðurstöðu sína fyrir árið 2015 var sagt að niðurstaða í fullvinnslu væri óásættanleg og að frekari breytinga og fjárfestinga væri þörf til að styðja við starfsemina til framtíðar.

Í tilkynningu Marel til Kauphallarinnar segir að David Wilson hafi leitt breytingar á starfsemi félagsins í kjöti undanfarin ár með frábærum árangri og muni hann nú leiða þennan hluta starfseminnar.

Teymi Marel í fullvinnslu mun halda áfram að sinna þörfum framleiðenda í kjúklinga-, kjöt- og fiskiðnaði með áframhaldandi áherslu á aukna virðisaukningu. Gerrit den Bok sem var framkvæmdastjóri fullvinnslu kveður Marel.

Viðskipta og sölusvið Marel, eða commercial, er eitt af þremur sviðum Marel sem vinnur þvert á alla iðnaðinn. Undir sviðið heyrir alþjóðleg starfsemi, þjónusta og vörusetur.

Til einföldunar á skipulagi hefur verið ákveðið að samþætta stjórnunarhlutverk sviðsins og mun Pétur Guðjónsson nú leiða það. Sigsteinn Grétarsson sem áður leiddi Viðskipta- og sölusviðið kveður Marel.

Marel
Marel
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK