Beið í 10 tíma eftir kleinuhring

Gunnlaugar Friðberg Margrétarson, var fyrsti gesturinn á nýjum Dunkin' Donuts …
Gunnlaugar Friðberg Margrétarson, var fyrsti gesturinn á nýjum Dunkin' Donuts stað. Hann beið í tíu klukkustundir.

Þeim fækkar sem mæta við opnun á nýjum Dunkin' Donuts og bíða í röð til að tryggja sér ársbirgðir af kleinuhringjum. Umframeftirspurn var þó ennþá til staðar í morgun þegar þriðji staður keðjunnar var opnaður við Hlíðasmára þar sem hátt í þrjátíu manns biðu eftir tuttugu árskortum.

Við opnun fyrsta staðarins fyrir sjö mánuðum síðan biðu hátt í 200 manns í röðinni og við opnun í Kringlunni mættu um fjörtíu til fimmtíu manns í röðina.

Nýi staður­inn er inni í 10-11 versl­un­inni á Shell­stöðinni við Smáralind og tek­ur um 25 manns í sæti. Eins geta viðskipta­vin­ir keypt veit­ing­ar í bíla­l­úgu, en staður­inn er sá fyrsti í Evr­ópu sem veit­ir slíka þjón­ustu. 

Dunkin Donuts' var opnaður klukkan níu í morgun og voru í boði tuttugu svokölluð árskort, sem veita handhafa vikulegan kassa af kleinuhringjum í eitt ár.

Fyrsti gesturinn, Gunnlaugur Friðberg Margrétarson, gerði sér sérstaka ferð frá Selfossi en hann var mættur klukkan 23 í gærkvöldi og beið þar með í tíu klukkustundir.

Á næstu 4 fjór­um árum stend­ur til að opna 13 staði til viðbót­ar og verða þeir bæði á höfuðborg­ar­svæðinu og utan þess.

Kleinuhringurinn var til staðar við opnunina að vanda.
Kleinuhringurinn var til staðar við opnunina að vanda. mbl.is/Styrmir Kári

 

Gunnlaugur var fyrstur á svæðið og fékk afhent árskort á …
Gunnlaugur var fyrstur á svæðið og fékk afhent árskort á Dunkin' Donuts. mbl.is/Styrmir Kári

 

Það fækkar í röðinni með hverri opnun.
Það fækkar í röðinni með hverri opnun. mbl.is/Styrmir Kári

 

Hátt í 30 manns biðu í röðinni í morgun.
Hátt í 30 manns biðu í röðinni í morgun. mbl.is/Styrmir Kári

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK