Framkvæmdastjóri Cheap Jeep ákærður

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.
Fyrrum framkvæmdastjóri bílaleigufyrirtækjanna Cheap Jeep og Arctic Roadtrip hefur verið ákærður fyrir rúmlega 32 milljóna króna skattalagabrot.
RÚV greinir frá því að Cheap Jeep hafi ratað í fjölmiðla árið 2013 eftir að upp komst að hún hefði verið að leigja út ótryggðan bíl sem var í ofanálag ekki skráður sem bílaleigubíll.
Í kjölfarið hafi lögreglan klippt númer að ótryggðum bílum leigunnar sem hafi einnig skilað inn nokkrum númerum sjálf. Bílaleigan var svo úrskurðuð gjaldþrota haustið 2014 en Arctic Roadtrip var úrskurðuð gjaldþrota haustið 2012.

Gerir Héraðssaksóknari manninum það að sök að hafa ekki staðið við staðgreiðslu opinberra gjalda og skil á virðisaukaskatti hjá fyrirtækjunum tiltekna mánuði yfir þriggja ára tímabil frá 2011 til 2014.

Segir RÚV vangoldinn virðisaukaskatt Arctic Roadtrip nema samkvæmt ákæru 3,4 milljónum króna og vangoldin staðgreiðsla 7,4 milljónum. Hvað Cheap Jeep varðar nemi vangoldinn virðisaukaskattur 14,4 milljörðum og vangoldin staðgreiðsla 7,2 milljónum. Samtals nemi brotin sem ákært er fyrir því 32,4 milljónum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK