Óhagstæð vöruskipti í febrúar

mbl.is/Sigurður Bogi

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir febrúar 2016 nam fob verðmæti vöruútflutnings rúmum 42,5 milljörðum króna og fob verðmæti vöruinnflutnings tæpum 44,3 milljörðum króna. Vöruskiptin í febrúar, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 1,7 milljarða króna.

Hagstofa Íslands greinir frá þessu.

Vöru­skipt­in í janú­ar voru einnig óhag­stæð og þá um 1,2 millj­arða króna. 

Áætl­un um eldsneytis­kaup ís­lenskra flutn­ings­fara er­lend­is er nú meðtal­in í bráðabirgðatöl­um.

Síðasta ár var þá fyrsta heila árið síðan 2008 sem halli mæld­ist á vöru­skipt­um. Í fyrra nam heild­ar­vöru­út­flutn­ing­ur 626 millj­örðum króna og heild­ar­vöru­inn­flutn­ing­ur 657 millj­örðum.

Verðmæti innfluttrar vöru er ýmist sýnt á cif-verði eða fob-verði en verðmæti útflutnings á fob-verði eingöngu. Með fob-verði (free on board) er átt við verð vörunnar komið um borð í flutningsfar í útflutningslandi.

Í cif-verði (cost, insurance, freight) er einnig talinn sá kostnaður, sem fellur á vöruna þar til henni er skipað upp í innflutningslandi. Er hér aðallega um að ræða flutningsgjald og vátryggingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK