Tekjur Tempo aukast um 65 prósent

Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri Tempo.
Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri Tempo. Ljósmynd/ Tempo

Heildartekjur hugbúnaðarfyrirtækisins Tempo, dótturfélags Nýherja, á árinu 2015 námu 1.218 m.kr. og var desember tekjuhæsti mánuður fyrirtækisins til þessa. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

 Um ræðir 65 prósenta tekjuaukningu frá árinu áður.Um 98 prósent af tekjum Tempo urðu til utan Íslands og eru Bandaríkin stærsti markaðurinn en þar varð meira en þriðjungur tekna til á árinu, eða 78 prósent aukning milli ára. Tekjur í Bretlandi jukust einnig um 66 prósent milli ára og í Þýskalandi um 56 prósent frá fyrra ári.

Í tilkynningunni er vitnað í Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóra Tempo sem segir fyrirtækið hafa eignast yfir 2.000 nýja viðskiptavini á árinu.

„Starfsmannafjöldinn hefur einnig nær tvöfaldast á einu ári sem hefur gert okkur kleift að einblína á snjallsíma- og skýjalausnir okkar, sem og nýsköpun og vöruþróun. Rannsóknar- og þróunarkostnaður er okkar stærsti rekstrarliður þar sem yfir þriðjungur af tekjum fyrirtækisins fer í vöruþróun en við höfum fengið það margfalt til baka á árinu,” segir Ágúst í tilkynningunni.

Í tilkynningunni kemur einnig fram að á árinu hafi starfsemi Tempo í Norður-Ameríku eflst með nýrri starfsstöð í Montréal í Kanada.

„Þar vinna nú fimm manns að þróun lausnar sem Tempo keypti í lok árs 2014 og er áætlað að starfsmönnum þar fjölgi enn frekar á þessu ári. Einnig er verið að skoða aðrar staðsetningar fyrir útibú í Norður-Ameríku sem myndi að sama skapi styrkja útbreiðslu og velgengni Tempo enn frekar,” segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK