Hard Rock setur verslun á jarðhæð

Hard Rock vill opna veitingastað í Iðuhúsinu.
Hard Rock vill opna veitingastað í Iðuhúsinu. Skjáskot af ja.is

Umsókn Hard Rock sem var hafnað var ekki endanleg og önnur var lögð inn fyrir tæpum tveimur vikum. Í seinni umsókninni eru teikningar fullmótaðar og Hard Rock-búðinni, sem verður á jarðhæð, gefið meira vægi.

Líkt og fram hefur komið var fyrri umsókn Hard Rock hafnað vegna svokallaðra starfsemiskvóta í miðborginni. Til stendur að opna veitingastaðinn í Iðuhúsinu við Lækjargötu.

Í grein­ar­gerð um­hverf­is- og skipu­lags­sviðs kom fram að á svæðinu sé hlut­fall veit­inga- og skemmti­staða á svæðinu 53%, sem er yfir 50% viðmiðinu. „Það er því ekki hægt að heim­ila fleiri veit­ingastaði á jarðhæð götu­hliða á um­ræddu svæði,“ seg­ir í grein­ar­gerðinni.

Samkvæmt reglunum má veitingastaðurinn ekki sjást frá götunni en ýmsar leiðir hafa verið farnar í kringum reglurnar og má þar t.d. benda á nýlegan veitingastað NAM á Laugavegi sem var færður innar í húsnæði þeirra til þess að sjást ekki frá götunni.

Tekið mið af kröfum Hard Rock og borgarinnar

Birg­ir Þór Biel­vedt, sem hefur sérleyfi fyr­ir staðnum hér á landi, segir gömlu umsóknina einungis hafa verið tillögu þar sem aðstandendur voru að reyna átta sig á umhverfinu. Síðan hefur verið fundað með forsvarsmönnum Hard Rock í Bandaríkjunum og í nýju umsókninni er tekið mið af kröfum þeirra, teikningum THG Arkitekta og reglum borgarinnar.

„Það sem átti eftir að gera var að teikna upp húsið í endanlegri mynd í samræmi við umhverfið sem við erum að eiga við,“ segir Birgir. 

Verslun á jarðhæð og veitingastaður ofar

Hann segir fáa átta sig á því að Hard Rock-verslunin er um þriðjungur af veltu fyrirtækisins. „Hún skiptir gríðarlega miklu máli og svona verslun getur verið að velta meiru en margar stakar verslanir í miðbænum,“ segir Birgir og bætir við að til standi að vera með verslunina á jarðhæð og veitingastaðinn á öðrum hæðum.

Markmiðið er að opna staðinn í sumar og Birgir segir líklegt að sætapláss verði fyrir um tvö hundruð manns. 

Spurður um varaplan ef áætlanir í Iðuhúsinu ganga ekki eftir segist Birgir einungis hafa áhuga á því að vera í miðbænum. Hann bendir á að Hard Rock hafi sett sig í samband við sig og segist hafa samþykkt boðið að því gefnu að hentugt húsnæði í miðbænum myndi finnast.

Hard Rock á Íslandi var lokað árið 2005.
Hard Rock á Íslandi var lokað árið 2005. Mynd af Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK