Fyrirtæki Ölbu staðið að lygum

Jessica Alba
Jessica Alba AFP

Nokkur efni sem fyrirtæki Jessicu Alba, The Honest Company, hafði heitið að sniðganga fundust í þvottaefni fyrirtækisins.  

Fyrirtækið hefur vaxið gífurlega á skömmum tíma og er í dag metið á 1,7 milljarða Bandaríkjadala. Það gefur sig út fyrir að framleiða náttúrulegar vörur og hefur heitið því að sniganga tiltekin efni sem listuð eru upp á heimasíðu fyrirtækisins. Þá eru viðskiptavinir jafnframt varaðir við því að kaupa vörur frá öðrum fyrirtækjum sem innihalda þessi efni.

Wall Street Journal greindi frá niðurstöðum tveggja rannsókna á vörum fyrirtækisins í gær. Þar kom í ljós að efnið sodium lauryl sulfate (SLS) var að finna í þvottaefninu en á heimasíðu Honest Company kemur fram að efnið sé þekktur kláðavaldur. Í báðum rannsóknum kom fram að um töluvert magn var að ræða og svipað mikið og er t.d. í þvottaefninu Tide sem selt er í flestum stórmörkuðum vestanhafs.

The Honest Company hefur neitað þessu og segir WSJ hafa gerst sekt um lélega blaðamennsku með óáreiðanlegar rannsóknir að vopni.

Frétt mbl.is: Viðskiptajöfurinn Jessica Alba

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK