Afsögn bankastjóra eini kosturinn?

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Ernir Eyjólfsson

Afsögn bankastjóra Landsbankans virðist eini möguleiki bankans til að endurheimta traust almennings og fjárfesta segir heimildamaður mbl sem komið hefur að málum sem þessum. Bankaráð hefur rúmlega tveggja vikna frest til þess að kynna aðgerðir.

Bankasýsla ríkisins hefur skilað svarbréfum til fjármálaráðherra og Landsbankans vegna Borgunarmálsins. Bréfin eru harðorð og segir Bankasýslan að rangt hafi verið staðið að sölunni. Bankaráð Landsbankans þarf að kynna fyrir ráðherra fyrir lok mánaðarins tillögur að því hvernig bankinn geti endurheimt glatað traust.

Heimildamaður mbl sem er kunnugur málum sem þessum vísar til þess að salan sé afstaðin og setur málið í samhengi við arðgreiðsluáform tryggingafélaganna. Stjórnir félaganna hugðust fyrst standa við arðgreiðslurnar en drógu tillögurnar síðan til baka og lækkuðu þær til samræmis við hagnað ársins.

Bankaráð Landsbankans ætlar að svar­a Banka­sýsl­unni inn­an tilskilins frests.a
Bankaráð Landsbankans ætlar að svar­a Banka­sýsl­unni inn­an tilskilins frests.a mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Of seint að fórna undirmanni?

Í tilfelli Borgunarmálsins eru hins vegar allar afleiðingar málsins komnar í ljós og erfitt er að sjá hvernig hægt er að endurvinna traust á annan hátt en með afgerandi aðgerð líkt og afsögn bankastjóra.

Ef tekið hefði verið fyrr á málinu hefði verið hægt að fórna undirmanni er stóð að sölunni líkt og gert var í tilfelli Arion banka og sölunnar á hlut í Símanum til valdra fjárfesta fyrir hlutafjárútboð. Í janúar var tilkynnt um starfslok Halldórs Bjarkar Lúðvígs­sonar, framkvæmda­stjóra fjár­fest­inga­banka­sviðs bankans. 

Þá skiptir einnig máli að sala ríkisins á eignarhlutum sínum í bönkunum er á næsta leyti og er því um mikilvægt ímyndarmál fyrir ríkisstjórnina að ræða. 

Á fundi fjárlaganefndar í morgun, þar sem svarbréfin voru kynnt, sagði Jón G. Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, að neyðarástæður gætu einungis réttlætt lokað söluferli. Bankastjóranum hefði mátt vera það ljóst eftir gagnrýni við söluna á Vestia árið 2010

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK